Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25