Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:18 Lyfjastofnun og MAST vara við notkun efnisins tianeptine. fréttablaðið/gva Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira