Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 13:29 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16