Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 10:41 Ásgeir Jónsson fagnar innilega með Halldóri Jóhanni eftir að hann kláraði Selfoss í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í fyrra á útivelli. vísir/andri marinó „Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
„Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25