„Engin matvæli koma úr forgarði helvítis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Ragga Nagli er einkaþjálfari og hugar mikið að heilsunni. „Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“ Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“
Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira