Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 21:15 Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar.
Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira