Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 08:41 Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku. Wilderness Search and rescue Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is. Suður-Afríka Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is.
Suður-Afríka Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira