Handbolti

Birkir Fannar: Troðum sokk ofan í nokkra

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Birkir Fannar átti stóran þátt í sigri FH.
Birkir Fannar átti stóran þátt í sigri FH. mynd/fh
„Undirbúningurinn, númer 1,2 og 3“ er ástæðan fyrir sigri FH í dag, sagði maður bikarúrslitaleiksins, Birkir Fannar Bragason, markvörður FH. Hann varði 15 skot, eða 39% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum.

„Það sem við erum búnir að leggja upp með á æfingum, það skilar sér í svona leikjum.“

Birkir fór seint að sofa í nótt en hann horfði á marga leiki Vals og skilaði sá undirbúningur sér í dag

„Ég horfði á sirka fjóra leik með Val,“ sagði Birkir sem viðurkennir að þeir hefðu getað spilað betur á köflum en að hann hafi aldrei haft áhyggjur af þessum sigri

„Við hefðum alveg geta gert betur á ýmsum mómentum en við hleyptum þeim aldrei alveg inní leikinn. Við náðum að skrúfa fyrir það þegar þeir komu með árásir en tilfiningin var alltaf góð, allan leikinn. Það kom aldrei svona móment þar sem ég hugsaði „æj nei erum við að fara að tapa þessu.“

FH missti marga leikmenn í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil og voru misjafnar spár fyrir þetta tímabil, Birkir segir það gott að geta troðið sokk ofan í nokkra spekinga en liðið hefur spilar frábæran handbolta það sem af er tímabils og sagði Birkir þegar hann lyfti bikarnum í fyrsta skiptið á hans ferli í dag. 

„Við erum að troða nokkrum sokkum ofan í fólk. En það skiptir engu máli hver er að spila, við erum bara lið og þú ert ekkert stærri en liðið.“

En er það svo Íslandsmeistara titillinn næst?

„Nei við byrjum á deildinni og tökum svo Íslandsmeistara titilinn,“ sagði Birkir léttur að lokum. 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×