Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. mars 2019 13:19 Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00