Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2019 07:00 Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira