Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Ari Brynjólfsson skrifar 9. mars 2019 08:30 Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi. Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00