Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 11:36 Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49