Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 10:49 Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. Hótelstjórinn, ásamt yfirþernu hótelsins, þarf að ganga í hefðbundin þernuverk í dag vegna verkfalls starfsmanna á hótelum og gistihúsum sem hófst klukkan tíu í morgun.Sjá einnig: Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Fréttastofa náði tali af Ingibjörgu rétt um klukkan tíu þegar verkfallið var að hefjast í morgun. Hún sagði starfsfólk sitt, sem bauðst til að mæta fyrr í morgun, yndislegt. „Þau eru náttúrulega alveg einstök. Þau buðust til að koma fyrr og taka út herbergin og auðvitað bjargar það okkur alveg. Það þýðir að það er aðeins minna fyrir okkur að gera,“ sagði Ingibjörg og átti þar við sig sjálfa og vaktstjórann, sem er félagsmaður í stéttarfélaginu VR og því ekki í verkfalli í dag. Þá eru fjórir erlendir hótelstjórnunarnemar í starfsnámi á Hótel sögu um þessar mundir en þeirra aðstoðar mun einnig njóta í dag.Verkfall gerir illt verra í niðursveiflunni Ingibjörg sagði að skipta hefði þurft um rúmföt á um hundrað herbergjum frá því klukkan hálf fimm í morgun en fullt er á hótelinu, sem er með 236 herbergi. Gestir hafa verið látnir vita af því að þeir fái ekki fulla þjónustu í dag vegna verkfallsins. „Já, við gerum það og erum að reyna að vera svolítið „próaktív“ með þetta. Og auðvitað eru miðar uppi á herbergjunum og upplýsingar á sjónvörpunum. Þetta er skert þjónusta og fólk verður auðvitað misánægt með það eins og gengur en ég vona að þau sýni okkur skilning.“ Þá lagði Ingibjörg áherslu á að starfsfólkið hefði fullan rétt á því að fara í verkfall en aðstæður væru þó afar erfiðar. „En auðvitað er þetta þannig að það var samþykkt verkfall og starfsfólkið mitt fer að sjálfsögðu í verkfall,“ sagði Ingibjörg. „Auðvitað á öll réttindabarátta rétt á sér en það er alltaf erfitt þegar kemur til verkfalls því það kemur niður á svo mörgum. Og kannski, eins og mínir kollegar og ég hef bent á, þá er þetta spurning um hvað gerist á eftir. Af því að við erum svo viðkvæmt land. Við erum að keppa við önnur lönd um ásókn frá ferðamönnunum og það er niðursveifla nú þegar sjáum við og þetta gerir illt verra.“ Þrifin óhjákvæmilega viðvaningslegri en venjulega Ingibjörg var á leið á stöðufund þegar fréttastofa ræddi við hana í dag en hún sagði yfirþernuna stýra deginum „Þannig að raunverulega leggur hún línurnar og við þessi fáu sem megum gera eitthvað, við bara förum eftir því sem hún segir í einu og öllu.“Þannig að þú ert að fara að skipta á rúmum og þú ert að fara að þrífa klósett og svo framvegis?„Já, bara allt sem þarf að gera til þess að komugestirnir okkar fái herbergi. En það verður auðvitað viðvaningslegt og verður ekki í takt við það sem samstarfskonur mínar og -karlar gera, því þau náttúrulega gera miklu betur.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06 Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. Hótelstjórinn, ásamt yfirþernu hótelsins, þarf að ganga í hefðbundin þernuverk í dag vegna verkfalls starfsmanna á hótelum og gistihúsum sem hófst klukkan tíu í morgun.Sjá einnig: Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Fréttastofa náði tali af Ingibjörgu rétt um klukkan tíu þegar verkfallið var að hefjast í morgun. Hún sagði starfsfólk sitt, sem bauðst til að mæta fyrr í morgun, yndislegt. „Þau eru náttúrulega alveg einstök. Þau buðust til að koma fyrr og taka út herbergin og auðvitað bjargar það okkur alveg. Það þýðir að það er aðeins minna fyrir okkur að gera,“ sagði Ingibjörg og átti þar við sig sjálfa og vaktstjórann, sem er félagsmaður í stéttarfélaginu VR og því ekki í verkfalli í dag. Þá eru fjórir erlendir hótelstjórnunarnemar í starfsnámi á Hótel sögu um þessar mundir en þeirra aðstoðar mun einnig njóta í dag.Verkfall gerir illt verra í niðursveiflunni Ingibjörg sagði að skipta hefði þurft um rúmföt á um hundrað herbergjum frá því klukkan hálf fimm í morgun en fullt er á hótelinu, sem er með 236 herbergi. Gestir hafa verið látnir vita af því að þeir fái ekki fulla þjónustu í dag vegna verkfallsins. „Já, við gerum það og erum að reyna að vera svolítið „próaktív“ með þetta. Og auðvitað eru miðar uppi á herbergjunum og upplýsingar á sjónvörpunum. Þetta er skert þjónusta og fólk verður auðvitað misánægt með það eins og gengur en ég vona að þau sýni okkur skilning.“ Þá lagði Ingibjörg áherslu á að starfsfólkið hefði fullan rétt á því að fara í verkfall en aðstæður væru þó afar erfiðar. „En auðvitað er þetta þannig að það var samþykkt verkfall og starfsfólkið mitt fer að sjálfsögðu í verkfall,“ sagði Ingibjörg. „Auðvitað á öll réttindabarátta rétt á sér en það er alltaf erfitt þegar kemur til verkfalls því það kemur niður á svo mörgum. Og kannski, eins og mínir kollegar og ég hef bent á, þá er þetta spurning um hvað gerist á eftir. Af því að við erum svo viðkvæmt land. Við erum að keppa við önnur lönd um ásókn frá ferðamönnunum og það er niðursveifla nú þegar sjáum við og þetta gerir illt verra.“ Þrifin óhjákvæmilega viðvaningslegri en venjulega Ingibjörg var á leið á stöðufund þegar fréttastofa ræddi við hana í dag en hún sagði yfirþernuna stýra deginum „Þannig að raunverulega leggur hún línurnar og við þessi fáu sem megum gera eitthvað, við bara förum eftir því sem hún segir í einu og öllu.“Þannig að þú ert að fara að skipta á rúmum og þú ert að fara að þrífa klósett og svo framvegis?„Já, bara allt sem þarf að gera til þess að komugestirnir okkar fái herbergi. En það verður auðvitað viðvaningslegt og verður ekki í takt við það sem samstarfskonur mínar og -karlar gera, því þau náttúrulega gera miklu betur.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06 Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52