Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 19:21 Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21