Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 17:21 Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Vísir/Vilhelm Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði vonast til þess að félagsdómur hefði dæmt verkfallið ólögmætt en úr því sem komið væri þyrftu stjórnendur að takast á við stöðuna eftir því sem hægt er. Sjá nánar: Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ segir Kristófer. Hann segir að ummæli Sólveig Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, hefðu stuðað sig en hún sagði að hún hlakkaði til að fara í verkfall. „Ég vona að það stuði fleiri en mig.“ Verkfallsboðunin tekur til um hundrað og fimmtíu starfsmanna Center hótela. „Fólk vinnur til tíu eins og er heimilt og síðan taka við eigendur og aðrir sem mega vinna og klára sem þeir geta. Það verður náttúrulega einhver takmörkuð þjónusta. Við náttúrulega óskum bara eftir skilningi gesta með því að afhenda þeim bréf til að útskýra stöðuna,“ segir Kristófer. Hann segist hafa miklar áhyggjur af þeim skilaboðum sem verið sé að senda til markaðarins. „Það á eftir að koma við bæði mig og þig og alla þjóðina. Þú þarft ekki annað en að fletta blöðunum. Það eru þegar gjaldþrotafréttir og sælmar fréttir og það fylgjast náttúrulega allir með WOW. Þetta hjálpar ekki í erfiðum samningaviðræðum. Það eru bara verkföll fram undan og óvissa. Það er ekki uppáhaldið hjá mönnum sem eru að fjárfesta,“ segir Kristófer sem spyr jafnframt hvað verði um starfsfólkið ef komi til mikils samdráttar.Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að verkfallsaðgerðirnar valdi heilmiklu tjóni.Vísir/PjeturLjóst að verkfallið valdi heilmiklu tjóni Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að stjórnendur séu búnir að smíða aðgerðaráætlun þeir hafa unnið að undanfarna daga sem miðast af því að geta tekið á móti þeim gestum sem nú þegar hafa bókað gistingu hjá þeim og reyna að þjónusta þá eins og kostur er „Það er alveg ljóst að þetta veldur heilmiklu tjóni. Við höfum ekki getað tekið á móti nýjum bókunum á þessum degi og töluvert er um afbókanir sem við höfum líka lent í þannig að þetta er snúin staða,“ segir Davíð. Hann segist ekki hafa neinn hug á að brjóta nein verkfallslög og því muni hann vinna mjög náið með stéttarfélögunum. Flestir starfsmenn hótelanna munu mæta á venjulegum tíma en leggja síðan niður störf klukkan tíu.Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. Það kom til snarpra orðaskipta í tengslum við atkvæðagreiðslu um verkfall hótelstarfsfólks.vísir/vilhelm„Ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park hótel, segir einnig að ummæli Sólveigar Önnu hefðu komið honum á óvart. „Hún hlakkar rosalega mikið til að fara í verkfall sem mér þykir nú algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það er ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað,“ segir Árni. Hann segist sjálfur ætla að ganga í störf hótelstarfsmannanna sem leggja niður störf klukkan 10 á morgun. „Ég hef nú starfað sjálfur við það að þrífa herbergi. Ég var fyrsti og eini karlmaðurinn á Hótel Sögu á sínum tíma sem starfaði við þetta í nokkrar vikur þannig að ég veit alveg hvað ég er að gera sko,“ segir Árni. Hann segist hafa gert gestum sínum það ljóst að ekki verði full þjónusta í boði á morgun. Hann hafi boðið gestum sínum í mat sem vilja skrá sig fyrr út. „Auðvitað er þetta óþægilegt, bæði fyrir mig og gestina og líka fyrir starfsmennina,“ segir Árni. Munu moka sig í gegnum skaflinn Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KEA hótela, segir að fjöldi starfsfólks hótelanna sem verkfallsboðunin nái til sé rúmlega hundrað. Páll segist, rétt eins og Davíð, hafa þurft að loka fyrir pantanir fyrir morgundaginn til að takmarka skaðann. Þau hyggjast haga málum þannig að þau bjóða gestum afslætti fyrir að fara fyrr úr herbergjunum til að hægt verði að þrífa þau. Páll vildi óska konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er á morgun og segir að þau muni moka sig í gegnum þennan skafl. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03 Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði vonast til þess að félagsdómur hefði dæmt verkfallið ólögmætt en úr því sem komið væri þyrftu stjórnendur að takast á við stöðuna eftir því sem hægt er. Sjá nánar: Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ segir Kristófer. Hann segir að ummæli Sólveig Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, hefðu stuðað sig en hún sagði að hún hlakkaði til að fara í verkfall. „Ég vona að það stuði fleiri en mig.“ Verkfallsboðunin tekur til um hundrað og fimmtíu starfsmanna Center hótela. „Fólk vinnur til tíu eins og er heimilt og síðan taka við eigendur og aðrir sem mega vinna og klára sem þeir geta. Það verður náttúrulega einhver takmörkuð þjónusta. Við náttúrulega óskum bara eftir skilningi gesta með því að afhenda þeim bréf til að útskýra stöðuna,“ segir Kristófer. Hann segist hafa miklar áhyggjur af þeim skilaboðum sem verið sé að senda til markaðarins. „Það á eftir að koma við bæði mig og þig og alla þjóðina. Þú þarft ekki annað en að fletta blöðunum. Það eru þegar gjaldþrotafréttir og sælmar fréttir og það fylgjast náttúrulega allir með WOW. Þetta hjálpar ekki í erfiðum samningaviðræðum. Það eru bara verkföll fram undan og óvissa. Það er ekki uppáhaldið hjá mönnum sem eru að fjárfesta,“ segir Kristófer sem spyr jafnframt hvað verði um starfsfólkið ef komi til mikils samdráttar.Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að verkfallsaðgerðirnar valdi heilmiklu tjóni.Vísir/PjeturLjóst að verkfallið valdi heilmiklu tjóni Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að stjórnendur séu búnir að smíða aðgerðaráætlun þeir hafa unnið að undanfarna daga sem miðast af því að geta tekið á móti þeim gestum sem nú þegar hafa bókað gistingu hjá þeim og reyna að þjónusta þá eins og kostur er „Það er alveg ljóst að þetta veldur heilmiklu tjóni. Við höfum ekki getað tekið á móti nýjum bókunum á þessum degi og töluvert er um afbókanir sem við höfum líka lent í þannig að þetta er snúin staða,“ segir Davíð. Hann segist ekki hafa neinn hug á að brjóta nein verkfallslög og því muni hann vinna mjög náið með stéttarfélögunum. Flestir starfsmenn hótelanna munu mæta á venjulegum tíma en leggja síðan niður störf klukkan tíu.Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. Það kom til snarpra orðaskipta í tengslum við atkvæðagreiðslu um verkfall hótelstarfsfólks.vísir/vilhelm„Ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park hótel, segir einnig að ummæli Sólveigar Önnu hefðu komið honum á óvart. „Hún hlakkar rosalega mikið til að fara í verkfall sem mér þykir nú algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það er ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað,“ segir Árni. Hann segist sjálfur ætla að ganga í störf hótelstarfsmannanna sem leggja niður störf klukkan 10 á morgun. „Ég hef nú starfað sjálfur við það að þrífa herbergi. Ég var fyrsti og eini karlmaðurinn á Hótel Sögu á sínum tíma sem starfaði við þetta í nokkrar vikur þannig að ég veit alveg hvað ég er að gera sko,“ segir Árni. Hann segist hafa gert gestum sínum það ljóst að ekki verði full þjónusta í boði á morgun. Hann hafi boðið gestum sínum í mat sem vilja skrá sig fyrr út. „Auðvitað er þetta óþægilegt, bæði fyrir mig og gestina og líka fyrir starfsmennina,“ segir Árni. Munu moka sig í gegnum skaflinn Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KEA hótela, segir að fjöldi starfsfólks hótelanna sem verkfallsboðunin nái til sé rúmlega hundrað. Páll segist, rétt eins og Davíð, hafa þurft að loka fyrir pantanir fyrir morgundaginn til að takmarka skaðann. Þau hyggjast haga málum þannig að þau bjóða gestum afslætti fyrir að fara fyrr úr herbergjunum til að hægt verði að þrífa þau. Páll vildi óska konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er á morgun og segir að þau muni moka sig í gegnum þennan skafl.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03 Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02