Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í síðasta mánuði. Skjáskot Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira