Álftin laus við Red Bull dósina og komin í Húsdýragarðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 13:27 Unnið að því að klippa dósina af gogg álftarinnar. Britta Steger Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli. Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli.
Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira