Smábollur á bolludaginn Elín Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:00 Bollur er hægt að útbúa á margan hátt. Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira