Ingi Þór: Seinni hálfleikur var frábær Smári Jökull Jónsson skrifar 3. mars 2019 21:55 Ingi Þór var afar ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Eyþór „Við erum stoltir af sjálfum okkur hér í dag, þetta var geggjaður sigur. Við vorum rosalega mjúkir í einhverjar tuttugu mínútur í vörninni. Ein lauflétt breyting í hálfleik og það varð allt annar bragur á vörninni. Mikið hrós á liðið í heildinni,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, eftir sigur á Grindavík í kvöld. „Við settum Kristófer á Lewis (Clinch) og tókum hann af Óla, settum bakvörð í staðinn á hann. Það virkaði. Við vorum búnir að fá 18 stig stig á okkur frá Ingva og með þessu náðum við að stoppa þar sem þeir voru búnir að gera. Þetta var eins og göngutúr fyrir þá í fyrri hálfleik.“ Grindvíkingar leiddu mest allan tímann og komust mest í sextán stiga forskot í þriðja leikhluta. KR fór þá að bíta frá sér, minnkuðu muninn jafnt og þétt og eftir 11-2 kafla í upphafi fjórða leikhluta náðu þeir forystu sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. „Það er eins og við höfum hörfað eftir þessar villur sem við fengum í byrjun. Við ætluðum að berjast og það var mikið dæmt í byrjun eins og oft er. Við bara bökkuðum og gáfum þeim það pláss sem þeir þurfa. Þeir eru gott skotlið og maður gefur góðu skotliði ekki pláss til að skjóta. Seinni hálfleikur var frábær hjá okkur.“ Mike Di Nunno var magnaður hjá KR í kvöld, skoraði 32 stig og áttu Grindvíkingar í stökustu vandræðum með að stöðva hann. „Hann er búinn að vera heima hjá sér í myrkvuðu herbergi með skurð á höfði síðan í leiknum gegn Þór. Það er mjög jákvætt að fá þessa frammistöðu frá honum í dag. Við vissum að við þyrftum frammistöðu í dag frá öðrum, Jón og Pavel voru ekki með. Mér fannst frammistaðan, ekki bara hjá Mike, heldur öðrum alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
„Við erum stoltir af sjálfum okkur hér í dag, þetta var geggjaður sigur. Við vorum rosalega mjúkir í einhverjar tuttugu mínútur í vörninni. Ein lauflétt breyting í hálfleik og það varð allt annar bragur á vörninni. Mikið hrós á liðið í heildinni,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, eftir sigur á Grindavík í kvöld. „Við settum Kristófer á Lewis (Clinch) og tókum hann af Óla, settum bakvörð í staðinn á hann. Það virkaði. Við vorum búnir að fá 18 stig stig á okkur frá Ingva og með þessu náðum við að stoppa þar sem þeir voru búnir að gera. Þetta var eins og göngutúr fyrir þá í fyrri hálfleik.“ Grindvíkingar leiddu mest allan tímann og komust mest í sextán stiga forskot í þriðja leikhluta. KR fór þá að bíta frá sér, minnkuðu muninn jafnt og þétt og eftir 11-2 kafla í upphafi fjórða leikhluta náðu þeir forystu sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. „Það er eins og við höfum hörfað eftir þessar villur sem við fengum í byrjun. Við ætluðum að berjast og það var mikið dæmt í byrjun eins og oft er. Við bara bökkuðum og gáfum þeim það pláss sem þeir þurfa. Þeir eru gott skotlið og maður gefur góðu skotliði ekki pláss til að skjóta. Seinni hálfleikur var frábær hjá okkur.“ Mike Di Nunno var magnaður hjá KR í kvöld, skoraði 32 stig og áttu Grindvíkingar í stökustu vandræðum með að stöðva hann. „Hann er búinn að vera heima hjá sér í myrkvuðu herbergi með skurð á höfði síðan í leiknum gegn Þór. Það er mjög jákvætt að fá þessa frammistöðu frá honum í dag. Við vissum að við þyrftum frammistöðu í dag frá öðrum, Jón og Pavel voru ekki með. Mér fannst frammistaðan, ekki bara hjá Mike, heldur öðrum alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira