Erfiðar kosningar bíða Netanjahús Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Benny Gantz gæti hirt forsætisráðuneytið af Netanjahú. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47