Emil gerði stuttan samning við Udinese: Best fyrir báða aðila 1. mars 2019 16:00 Emil Hallfreðsson er kominn aftur í svarthvítt hjá Udinese. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00
Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32
Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00