Bjórlíkisvaka á Dillon Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Jón Bjarni á Dillon ætlar að selja bjórlíki á tilboði í tilefni bjórdagsins , ekki síst til þess að minna fólk á hversu gott það hefur haft það síðustu 30 árin. Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira