„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 14:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49