Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Styttan af Jóni Sigurðssyni hlaðin skiltum á Austurvelli í gær. Vísir/vilhelm Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú. Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú.
Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55