Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 12:30 Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15
Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00