Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:10 Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS (til hægri) segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15