Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:10 Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS (til hægri) segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15