Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. mars 2019 06:15 Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Fréttablaðið/Anton Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira