Er það svo erfitt að tala við flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 18. mars 2019 21:15 Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar