Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:40 Samfélagsmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir í kjölfar árásarinnar. Vísir/AP Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00