Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. mars 2019 20:00 Marie Fitzgerald er amma Tarrants. Hún segir fjölskylduna í áfalli Tala látinna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurc í Nýja-Sjálandi á föstudaginn er komin upp í fimmtíu. 34 liggja á sjúkrahúsi særðir eftir árásina, þar af tólf í lífshættu. Hryðjuverkamaðurinn er sagður hafa komið til Íslands fyrir tveimur árum, en fjölskylda hans segist vera í áfalli yfir illvirkinu. Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. „Það gerir áfallið enn verra að þau hafa ekki getað jarðað ástvini sína í samræmi við hefðir múslima. Við vinnum að því hörðum höndum að lina þjáningar þeirra,“ sagði Wallay Haumaha, aðstoðaryfirlögreglustjóri Christchurch. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi. Hinn 28 ára gamli Tarrant, var í gær ákærður fyrir morð en lögreglan í Nýja-Sjálandi telur að hann hafi verið einn að verki. Ekki sé þó útilokað að fleiri hafi komið að undirbúningi hryðjuverkanna. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Sjálfur segir hann í stefnuyfirlýsingu að Evrópuferðalag sem hann fór í árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Í þeirri ferð er talið að hann hafi komið til Íslands.Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins.Vísir/apFjölskylda Tarrants segist vera í algjöru áfalli yfir illvirkinu, en hún segist ekki hafa haft hugmynd um að hann hefði þessar myrku fyrirætanir. „Það er bara svo erfitt að taka það inn að einhver í fjölskyldunni okkar myndi gera svona lagað, sagði Marie Fitzgerald, amma Tarrants. Yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins var hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar. Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad sé meðal hinna látnu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tala látinna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurc í Nýja-Sjálandi á föstudaginn er komin upp í fimmtíu. 34 liggja á sjúkrahúsi særðir eftir árásina, þar af tólf í lífshættu. Hryðjuverkamaðurinn er sagður hafa komið til Íslands fyrir tveimur árum, en fjölskylda hans segist vera í áfalli yfir illvirkinu. Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. „Það gerir áfallið enn verra að þau hafa ekki getað jarðað ástvini sína í samræmi við hefðir múslima. Við vinnum að því hörðum höndum að lina þjáningar þeirra,“ sagði Wallay Haumaha, aðstoðaryfirlögreglustjóri Christchurch. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi. Hinn 28 ára gamli Tarrant, var í gær ákærður fyrir morð en lögreglan í Nýja-Sjálandi telur að hann hafi verið einn að verki. Ekki sé þó útilokað að fleiri hafi komið að undirbúningi hryðjuverkanna. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Sjálfur segir hann í stefnuyfirlýsingu að Evrópuferðalag sem hann fór í árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Í þeirri ferð er talið að hann hafi komið til Íslands.Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins.Vísir/apFjölskylda Tarrants segist vera í algjöru áfalli yfir illvirkinu, en hún segist ekki hafa haft hugmynd um að hann hefði þessar myrku fyrirætanir. „Það er bara svo erfitt að taka það inn að einhver í fjölskyldunni okkar myndi gera svona lagað, sagði Marie Fitzgerald, amma Tarrants. Yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins var hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar. Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad sé meðal hinna látnu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10