Frekari tilraunir til að reyna á verkfallslög verði kærðar til Félagsdóms Sighvatur Jónsson skrifar 16. mars 2019 18:45 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira