Vilja ekki kyngja skerðingu framlags Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. mars 2019 09:45 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS er ósátt. FBL/Anton Brink „Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira