Körfuknattleikssamband Íslands hefur raðað niður leikdögum í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur.
Úrslitakeppnin í ár hefst á heimavöllum liðanna sem enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en það eru deildarmeistarar Stjörnunnar og Njarðvík.
Fimmtudaginn 21. mars næstkomandi taka Stjörnumenn á móti Grindvíkingum í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15 og á sama tíma mæta ÍR-ingar til Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna í Njarðvík.
Hinar tvær seríurnar hefjast daginn eftir þegar Keflavík tekur á móti KR og Þórsarar heimsækja Tindastólsmenn á Sauðárkrók.
Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar á öllum leikjunum í átta liða úrslitunum en fari einvígin í oddaleiki þá fara þeir fram 1. apríl.
Úrslitakeppni Domino´s deildar karla - 8 liða úrslit:
Stjarnan (1) - Grindavík (8)
Leikur 1 - 21. mars Stjarnan-Grindavík kl. 19:15
Leikur 2 – 24. mars Grindavík-Stjarnan kl. 19:15
Leikur 3 – 27. mars Stjarnan-Grindavík kl. 19:15
Leikur 4 – 29. mars Grindavík-Stjarnan leiktími ákveðin síðar
Leikur 5 – 1. apríl Stjarnan-Grindavík leiktími ákveðinn síðar
Njarðvík (2) - ÍR (7)
Leikur 1 - 21. mars Njarðvík-ÍR kl. 19:15
Leikur 2 – 24. mars ÍR-Njarðvík kl. 19:15
Leikur 3 – 27. mars Njarðvík-ÍR kl. 19:15
Leikur 4 – 29. mars ÍR-Njarðvík leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 1. apríl Njarðvík-ÍR leiktími ákveðinn síðar
Tindastóll (3) - Þór Þ. (6)
Leikur 1 – 22. mars Tindastóll-Þór Þ. kl. 19:15
Leikur 2 – 25. mars Þór Þ.-Tindastóll kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars Tindastóll-Þór Þ. kl. 19:15
Leikur 4 – 30. mars Þór Þ.-Tindastóll leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 1. apríl Tindastóll-Þór Þ. leiktími ákveðinn síðar
Keflavík (4) - KR (5)
Leikur 1 – 22. mars Keflavík-KR kl. 20:00
Leikur 2 – 25. mars KR-Keflavík kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars Keflavík-KR kl. 19:15
Leikur 4 – 30. mars KR-Keflavík leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 1. apríl Keflavík-KR leiktími ákveðinn síðar
Úrslitakeppnin hefst á heimavöllum tveggja efstu liðanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn




Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn
