Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 13:31 Fólk beið í örvæntingu fyrir utan aðra moskuna þar sem árásarmaður myrti fólk með köldu blóði. Vísir/AP Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53