Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 06:31 Frá vettvangi í Christchurch. vísir/epa Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira