Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 12:43 Lee Seung-hyun við komuna á lögreglustöðina í Seúl í dag. Getty/Han Myung-Gu Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar. Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar.
Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira