Biðin eftir dómi gæti orðið löng Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/EPA Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58