Stjórnarandstaðan gagnrýnir viðbrögð ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:21 Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49