Ás fékk góða gjöf frá Ægi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:15 Gróa Rán og Sóley Patricia Tedsdóttir við aðra lyftuna. Fréttablaðið/Ernir „Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Sjá meira
„Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Sjá meira