Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Ari Brynjólfsson skrifar 13. mars 2019 06:15 Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Fréttablaðið/Anton brink Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira