Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 20:42 Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Vísir/Vilhelm Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira