„Þetta á eftir að reynast okkur dýrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:15 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04