Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 04:12 Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira