Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. mars 2019 21:56 Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira