Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 20:30 Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira