Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 20:30 Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira