„Vigdís Finnbogadóttir“ skoraði í dönsku úrvalsdeildinni í gær og hér er markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 11:00 Ulrik Yttergård Jensen öðru nafni "Vigdís Finnbogadóttir“ fagnar marki sínu. Getty/Jan Christensen Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira