Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Jónas Már Torfason skrifar 11. mars 2019 06:15 Boeing 737 Max vél Icelandair. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38