Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Jónas Már Torfason skrifar 11. mars 2019 06:15 Boeing 737 Max vél Icelandair. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38