Jón Gnarr mátti taka Banksy-verkið með sér heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 20:06 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra. Hann persónulega hafi fengið afnotaheimild að verkinu, ekki Reykjavíkurborg eða söfn borgarinnar.Álitið var lagt fyrir borgarráð í dag en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir því að heimild Jóns til að taka verkið með sér heim yrðu könnuð. Banksy-málið svokallaða vakti töluverða athygli fyrir áramót eftir að Fréttablaðið fjallaði um að verkið hengi heima hjá Jóni, þrátt fyrir að hann hafði áður sagt í viðtali að hann hefði fengið verkið frá Banksy gegn því að það myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Verk eftir Banksy eru eftirsótt og því þótti ýmsum undarlegt að Jón hefði tekið verkið með sér heim að lokinnni borgarstjóratíð hans. Taldi hann hins vegar að verkið hefði verið persónuleg gjöf til hans, en ekki til borgarstjóra. Síðar sagði hann að verkið væri í raun aðeins plakat sem væri hægt að kaupa í netverslun Amazon fyrir lítinn pening. Að lokum fékk Jón nóg af umræðunni og fargaði verkinu sjálfur vopnaður slípirokki.Myndin sem Jón Gnarr á er frábrugðin orgínalnum að því leyti til að blómvöndurinn er öðruvísi.Enginn starfsmaður borgarinnar kom nálægt öflun listaverksins Í svari borgarlögmanns er saga listaverkagjafarinnar rakin. Þar segir að ónefndur borgarfulltrúi Besta flokksins hafi haft milligöngu um að afla heimildar til handa Jóni persónulega til þess að nota stafrænt afrit af mynd eftir listamanninn Banksy. Endaði það með því að fulltrúi Banksy sendi stafrænt afrit til hins ónefnda borgarfulltrúa. Jón greiddi svo sjálfur kostnað við prentun verksins. Í áliti borgarlögmanns segir að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi komið nærri því að afla Jóni verkinu eða verið upplýstir um samskiptin við fulltrúa Banksy. Ljóst sé að engin afnotaheimild af afriti myndarinnar hafi verið veitt Reykjavíkurborg eða söfnum borgarinnar. „Þá þykir nægilega upplýst að um var að ræða heimild sem veitt var Jóni Gnarr persónulega, en ekki sem þáverandi borgarstjóra,“ segir í álitinu. Því verði að telja að Jóni hafi verið heimilt að fjarlægja verkið úr Ráðhúsinu er hann lét af embætti borgarstjóra.Hættulegt fordæmi eða vandræðalegt upphlaup? Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að sett hafi verið óheppilegt fordæmi sem gengi gegn fyrri fordæmum um listaverkagjafir til embættismanna. „Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fékk persónulega listaverkagjöf eftir Pablo Picasso í forsetatíð sinni en taldi ekki koma til greina að hún ætti verkið persónulega heldur afhenti það íslensku þjóðinni til eignar. Hér er gengið gegn því fordæmi,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gáfu lítið fyrir bókun Sjálfstæðisflokksins og létu bóka eftirfarandi: „Það er vandræðalegt að fylgjast með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins elta ólar við plakat sem Jón Gnarr fékk í borgarstjóratíð sinni. Umsögn borgarlögmanns upplýsir málið til fulls og undirstrikar að málið var stjórnsýslu borgarinnar óviðkomandi.“ Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra. Hann persónulega hafi fengið afnotaheimild að verkinu, ekki Reykjavíkurborg eða söfn borgarinnar.Álitið var lagt fyrir borgarráð í dag en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir því að heimild Jóns til að taka verkið með sér heim yrðu könnuð. Banksy-málið svokallaða vakti töluverða athygli fyrir áramót eftir að Fréttablaðið fjallaði um að verkið hengi heima hjá Jóni, þrátt fyrir að hann hafði áður sagt í viðtali að hann hefði fengið verkið frá Banksy gegn því að það myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Verk eftir Banksy eru eftirsótt og því þótti ýmsum undarlegt að Jón hefði tekið verkið með sér heim að lokinnni borgarstjóratíð hans. Taldi hann hins vegar að verkið hefði verið persónuleg gjöf til hans, en ekki til borgarstjóra. Síðar sagði hann að verkið væri í raun aðeins plakat sem væri hægt að kaupa í netverslun Amazon fyrir lítinn pening. Að lokum fékk Jón nóg af umræðunni og fargaði verkinu sjálfur vopnaður slípirokki.Myndin sem Jón Gnarr á er frábrugðin orgínalnum að því leyti til að blómvöndurinn er öðruvísi.Enginn starfsmaður borgarinnar kom nálægt öflun listaverksins Í svari borgarlögmanns er saga listaverkagjafarinnar rakin. Þar segir að ónefndur borgarfulltrúi Besta flokksins hafi haft milligöngu um að afla heimildar til handa Jóni persónulega til þess að nota stafrænt afrit af mynd eftir listamanninn Banksy. Endaði það með því að fulltrúi Banksy sendi stafrænt afrit til hins ónefnda borgarfulltrúa. Jón greiddi svo sjálfur kostnað við prentun verksins. Í áliti borgarlögmanns segir að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi komið nærri því að afla Jóni verkinu eða verið upplýstir um samskiptin við fulltrúa Banksy. Ljóst sé að engin afnotaheimild af afriti myndarinnar hafi verið veitt Reykjavíkurborg eða söfnum borgarinnar. „Þá þykir nægilega upplýst að um var að ræða heimild sem veitt var Jóni Gnarr persónulega, en ekki sem þáverandi borgarstjóra,“ segir í álitinu. Því verði að telja að Jóni hafi verið heimilt að fjarlægja verkið úr Ráðhúsinu er hann lét af embætti borgarstjóra.Hættulegt fordæmi eða vandræðalegt upphlaup? Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að sett hafi verið óheppilegt fordæmi sem gengi gegn fyrri fordæmum um listaverkagjafir til embættismanna. „Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fékk persónulega listaverkagjöf eftir Pablo Picasso í forsetatíð sinni en taldi ekki koma til greina að hún ætti verkið persónulega heldur afhenti það íslensku þjóðinni til eignar. Hér er gengið gegn því fordæmi,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gáfu lítið fyrir bókun Sjálfstæðisflokksins og létu bóka eftirfarandi: „Það er vandræðalegt að fylgjast með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins elta ólar við plakat sem Jón Gnarr fékk í borgarstjóratíð sinni. Umsögn borgarlögmanns upplýsir málið til fulls og undirstrikar að málið var stjórnsýslu borgarinnar óviðkomandi.“
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08