Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
„Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08